- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Í dag, 1. október, fagnar Flensborgarskólinn 142 ára afmæli. Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi og hefur tekið margvíslegum breytingum á löngu tímabili. Skólinn var stofnaður sem stofnaður sem barnaskóli árið 1877 en var breytt í ,,alþýðu- og gagnfræðaskóla" fimm árum síðar, árið 1882, og við það ártal hefur aldur skólans oftast verið miðaður.
Nemendur og starfsfólk gera sér örlítin dagamun á afmælisdeginum á hverju ári en þar sem ekki er um að ræða stórafmæli í ár var stutt dagskrá á sal í hádegishléi. Þar tók Ellen Calmon, fulltrúi Píeta samtakanna, við styrk frá skólanum en Flensborgarhlaupið nú í september í ár var þeim til styrktar. Hlaupið var vel sótt í ár með yfir 300 skráða til þátttöku en allur ágóði þess, 600.000 krónur, rann til samtakanna. Ellen fór stuttlega yfir þjónustu samtakanna og færði nemendum og starfsfólki skólans miklar þakkir fyrir góða gjöf. Aðalbjörg Emma, oddviti NFF, og Erla skólameistari sátu svo fyrir svörum ef nemendur vildu spyrja þær spurninga um skólahald og félagslíf áður en afmæliskaka var borin á borð fyrir alla viðstadda.