Flensborgarskólinn hleypur til góðs - styrkur veittur til ungs fólks með CP

Við áttum góðan dag í dag þegar skólinn fagnaði 141 árs afmæli sínu. Skólameistari og oddviti NFF sátu fyrir svörum um skólastarfið, boðið var upp á afmælisköku og þá var CP félaginu á Íslandi - ungt fólk með CP hreyfihömlun - veittur styrkur sem er afrakstur Flensborgarhlaupsins, kr. 500.000, en hlaupið fór fram fyrr í mánuðinum. Við viljum nota tækifærið og þakka þeim sem lögðu hönd á plóg í þessu stóra verkefni, sjálfboðaliðum, hlaupurum og þeim fyrirtækjum og stofnunum sem studdu við okkur; Hafnarfjarðarbær, KFC, Landsbankinn, Óli Már ljósmyndari, Brooks heilsuvörur, Bætiefnabúllan, Lemon, Sign, HRESS, Gullsmiður, MS, Innnes, ÍSAM, Ölgerðin.

Nýr framhaldsskólameistari var krýndur, Bjarki Fannar Benediktsson úr FG. Við óskum honum og öllum þeim sem tóku þátt innilega til hamingju með gott hlaup. Sjáumst að ári!