Framhald á blandaðri kennslu

Við höldum áfram á sömu nótum í næstu viku, þ.e. staðkennsla fer fram hjá öllum nemendum skólans fyrir hádegi mánudag og fimmtudag(í A, B, C og D stokkum), eftir hádegi á þriðjudag og miðvikudag og á föstudag frá klukkan 08:30 – 12:55. Allir aðrir áfangar í töflu eru kenndir í fjarkennslu.

Við minnum á að tilkynna ber veikindi á INNU og staðfesta annað hvort með vottorði læknis eða foreldris/forráðamanns. Einnig er hægt að sækja um leyfi í einstaka tímum, sjá reglur um skólasókn á heimasíðu skólans. Áfram er mötuneyti skólans lokað og því minnum við á mikilvægi þess að vera með hollt og gott nesti.

Þeir sem eiga eftir að kaupa stærðfræðihefti geta nálgast það á skrifstofu skólans.

Áfram höldum við með grímuskyldu og almennar sóttvarnir og munum að virða sóttvarnarhólfin!

 

Hér má lesa bréf sem fór til nemenda og forráðamanna.