Framhald á fjarkennslu, val fyrir vorönn og Grænfáni

Það er ljóst að vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður allt bóknám í Flensborgarskólanum áfram í fjarkennslu til og með 17. nóvember. Enn er verið að skoða fyrirkomulag á námi á starfsbraut og ÍSAN og verður það tilkynnt sérstaklega til nemenda þar og forráðamanna þeirra um helgina.

Nemendur eru því hvattir til þess að fylgjast áfram vel með á Innu og tölvupóstinum og passa upp á skilafresti á verkefnum og prófum.

Þrátt fyrir bakslag í baráttunni gegn COVID-19 þá er engu að síður að mörgu að huga í stóru skólasamfélagi eins og Flensborg. Umhverfismálin verða í brennidepli hjá okkur þriðjudaginn 3. nóvember en skólinn tekur þátt í verkefnum Grænfánans með það að markmiði að fræða nemendur um mikilvægi náttúruverndar og almennrar vitundar um náttúru Íslands.

Að lokum minnum við á að val fyrir vorönn er opið til 9. nóvember og eru nemendur hvattir til að ganga frá því sem fyrst.  

 

Bréf sem var sent til nemenda og forráðamanna fyrr í dag má lesa hér.