- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þá er þriðju viku annarinnar að ljúka og óhætt er að segja skólastarfið sé komið á fullan kraft enda nemendur í óða önn við að skila verkefnum og taka sín fyrstu örprófin. Framundan er þó fjölbreytt vika í skólalífinu því boðið verður upp á nýnemaferð skólans og haldnar verða tvennar kosningar; til nemendafélags skólans og svokallaðar skuggakosningar.
Nýnemar halda á Flúðir miðvikudaginn 8. september ásamt nemendum úr stjórn NFF og nokkrum kennurum. Þar verður brugðið á leik og hópurinn hristur saman. Farið verður af stað kl. 11 og komið tilbaka um kl. 17. Á meðan fellur kennsla hjá nýnemum niður.
Næsta fimmtudag, 9. september, fara skuggakosningar til Alþingis fram í skólanum. Þá fá framhaldsskólanemar tækifæri til þess að kjósa sína fulltrúa á Alþingi og endurspegla vilja nemenda um allt land. Kosið verður frá kl.9 - 15 í lesrými gegnt bókasafni skólans og kosningarétt hafa allir fæddir 29. október 1999 og síðar.
Kosningar nemendafélagsins fara svo fram föstudaginn 10. september. Allir nemendur skólans hafa kosningarétt en frestur til að bjóða sig fram rennur út á sunnudagskvöld. Allar nánari upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum NFF.
Að lokum minnum við á kynningarfund fyrir foreldra nýnema sem fer fram rafrænt á þriðjudaginn, 7. september, kl.17. Gott væri ef foreldrar nýnema hafi kynnt sér númer bekks og nafn umsjónarkennara áður en fundur hefst.
Hér er slóð á fundinn:
https://us02web.zoom.us/j/83126914617?pwd=QjU1UzRLVDcvaFFJMWE1cEYxVThZdz09#success.
Hér má lesa bréf sem skólameistari sendi nýnemum og forráðamönnum þeirra.