Fréttir úr skólalífinu - próftími, námsversdagur, prófkvíðanámskeið

Þá er síðasta vika í kennslu hafin. Síðasti kennsludagur er föstudagurinn 3. desember og er hann hugsaður sem námsversdagur þar sem nemendur geta komið í stofur og hitt kennara sína til að fá aðstoð við að undirbúa lokapróf og/eða skila lokaverkefnum, sjá skipulag hér. Próf hefjast samkvæmt próftöflu mánudaginn 6. desember. Fyrsta prófið er í stærðfræði og fer fram klukkan 08:30, næst er það umhverfisfræði og þýska, þar næst eðlis- og efnafræði og koll af kolli.

Margir eru á harðaspretti við að ljúka námsmati í símatsáföngum og þá er mikilvægt að fara vel yfir leiðbeiningar og allar upplýsingar í INNU. Einnig má minna á mikilvægi þess að vinna öll verkefni og próf af samviskusemi og bestu getu en í prófreglum skólans segir m.a. að nemendur skulu vera stundvísir í próf, nýta eingöngu þau gögn sem leyfð eru í prófinu og að óheimilt sé að aðstoða aðra eða þiggja aðstoð í prófi. Þetta þurfa nemendur að hafa í hávegum næstu vikurnar.

Nemendur þurfa ávallt að framvísa skilríkjum í prófum, vegabréfi eða ökuskírteini. Þeir sem taka próf með aðstoð talgervils þurfa að taka með sér heyrnartól sem hægt er að tengja við tölvu.

Ef nemendur þurfa aðstoð við að skipuleggja sig í kringum lokaprófstímann þá er hægt að hafa samband við nemendaþjónustu skólans, sjá nánari upplýsingar á vefsíðu skólans.Námsráðgjafarnir halda svo stutt námskeið um próftöku og prófkvíða á morgun klukkan 14:45 í stofu H102.

Ef færa þarf próf vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða veikinda á próftíma þá minnum við á mikilvægi þess að láta skrifstofu skólans vita sem fyrst á prófdegi.

Brautskráning stúdenta fer fram laugardaginn 18. desember klukkan 13:00 en um 50 útskriftarefni munu þá útskrifast við hátíðlega athöfn í Hamarssal. Undirbúningur er einnig hafinn fyrir vorönn 2022 og verður skólabyrjun nánar auglýst síðar.

Gangi ykkur vel í öllu því sem framundan er.

Listi yfir kennara föstudaginn 3. desember

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra fyrr í dag.