- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Vali fyrir næstu önn er að ljúka og þeir sem enn eiga eftir að ganga frá því hafa smá svigrúm til þess að klára það. Valið staðfestir ósk um skólavist á næstu önn og því mikilvægt að nemendur velji áfanga fyrir haustið. Próftafla vorsins hefur verið birt á heimasíðu skólans og í INNU.
Skólastarfið gengur að öðru leyti vel. Í næstu viku er nóg um að vera, bæði jafnréttisdagur og árshátíð nemenda með tilheyrandi uppbroti og viðburðum hér innanhúss og utan. Jafnréttisdagurinn er á mánudaginn en þá er markmiðið að auka almenna vitund fyrir jafnréttismálum, tryggja jafnrétti í öllu starfi skólans og koma þannig í veg fyrir hvers konar mismunun. Þriðjudag og miðvikudag verða viðburðir í hádeginu á vegum NFF en fimmtudaginn 30. mars, á sjálfan árshátíðardaginn, verður uppbrot á kennslu sem hér segir:
Tveir fyrstu tímar dagsins - kennsla samkvæmt stundatöflu
Gleði og fræðsla á sal - uppbrot í þriðja tíma og verður boðið upp á fræðsluerindi um fjölmenningu í íslensku samfélagi fyrir nemendur skólans á sal.
Skemmtidagskrá að loknu erindi í hádeginu
Kennsla fellur svo niður eftir hádegi, eða frá kl. 12:35
Árshátíð nemenda fer fram í Kaplakrika frá kl. 22:00 - 01:00 með glæsilegum tónlistaratriðum og miklu stuði!
Nánari upplýsingar um dansleikinn koma síðar en mikilvægt er að fylgjast með samfélagsmiðlum skólans og NFF. Lögð er áhersla á fyrirmyndarhegðun nemenda og heilbrigðan lífsstíl og minnt á að ölvun ógildir alltaf miðann. Allar nánari upplýsingar um reglur á dansleikjum og/eða viðburðum á vegum NFF og skólans má sjá hér.