- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Þá er árshátíðarvika nemenda farin af stað með ýmsum uppákomum í skólastarfinu og lýkur henni með árshátíðardansleik NFF í Gullhömrum annað kvöld, fimmtudagskvöldið 13. febrúar. Árshátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá hefst kl. 20:00 en hleypt er inn á dansleikinn kl. 22:00. Honum lýkur kl. 01:00. Mikil áhersla er lögð á fyrirmyndarhegðun á dansleikjum skólans og heilbrigðan lífstíl. Ölvun ógildir alltaf miðann og eru allar nánari upplýsingar um reglur á dansleikjum og/eða viðburðum á vegum NFF og skólans hér. Nemendur eru hvattir til að blása í áfengismæla og taka þannig þátt í happdrætti með veglegum vinningum frá foreldraráði skólans. Sjálfur árshátíðardagurinn verður einnig haldinn hátíðlegur með uppbroti á kennslu. Kenndir verða fyrstu tveir tímar dagsins samkvæmt stundatöflu en í þriðja tíma safnast nemendur saman á sal skólans til að hlýða á fræðslu um hvernig hægt er verjast stafrænu ofbeldi, m.a. á samfélagsmiðlum og hver réttindi nemenda eru hvað þetta varðar. Eftir það er boðið upp á ís áður en nemendur halda heim á leið.