- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þá er síðasta törnin framundan. Síðasta dagur í kennslu samkvæmt stundatöflu er í dag en á morgun, þriðjudaginn 9. maí, er svokallaður námsversdagur þar sem nemendur geta komið í stofur og hitt kennara sína til að fá aðstoð við að undirbúa lokapróf og/eða skila lokaverkefnum, sjá skipulag hér. Miðvikudagurinn 10. maí er upplestrardagur fyrir nemendur og því fellur öll kennsla niður. Síðan hefjast próf samkvæmt próftöflu fimmtudaginn 11. maí. Fyrsta prófið er í íslensku, bæði kl. 08:30 og 11:00. Föstudaginn 12. maí eru próf í jarðfræði og sálfræði og svo koll af kolli.
Lokaprófum lýkur þriðjudaginn 23. maí en þá fara síðustu forfallaprófin fram. Einkunnir verða birtar daginn eftir, sama dag og prófsýning fer fram, miðvikudaginn 24. maí kl. 11:30 – 13:00. Við munum auglýsa þessar dagsetningar vel þegar nær dregur en allar upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans. Þar á meðal próftöflu, reglur í prófum og fleira. Þá er vert að vekja athygli á því að ef færa þarf próf vegna veikinda á próftíma þá þarf að láta skrifstofu skólans vita sem fyrst á prófdegi.
Þá viljum við minna á að lokadagur til að skila inn vottorðum vegna veikinda er föstudagurinn 12. maí.
Að gefnu tilefni vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarnar um áform um endurskipulagningu á framhaldsskólum landsins, þ.m.t. Flensborgarskólann og Tækniskólans, þá er sú umræða á hugmyndastigi og mun ekki koma til með að hafa áhrif á nám ykkar hér við skólann. Skólastarfið hefur sinn vanagang og við höldum áfram með okkar metnaðarfulla skólastarf, vonandi um ókomna tíð.
Gangi ykkur vel á lokametrunum!
Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum fyrr í dag.