Fréttir úr skólastarfi - ný önn að hefjast, fyrsti dagur kennslu, töflubreytingar og fleira

Gleðilegt nýtt ár kæru nemendur og foreldrar!

Það styttist í að skólastarf hefjist að nýju. Hér má sjá nýjar Flensborgarfréttir en þar má finna allar nánari upplýsingar um upphaf skólastarfsins.

Fyrsti kennsludagurinn er þriðjudagurinn 6. janúar kl. 09:00 og þá er kennt samkvæmt hraðtöflu. Töflubreytingar eldri nemenda fara fram samdægurs í Innu en einnig er hægt að fá aðstoð starfsfólks eftir hádegi þann dag, sjá leiðbeiningar hér. Leiðbeiningar fyrir hraðtöflu er að finna hér.

Félagslíf nemenda fer af stað með hækkandi sól en þetta helsta má sjá í tölvupósti sem skólameistari sendi nemendum fyrr í dag og lesa má hér.