Fréttir úr skólastarfi - próftafla, val fyrir næstu önn og aðstoð á græna torginu, ofnæmi sem taka þarf tillit til

Skólameistari sendi bréf til nemenda og forráðamanna þeirra fyrr í dag. Þar ber hæst annarlok, sérúrræðaskráningar í lokapróf, valvika og ofnæmi nemenda sem taka þarf sérstakt tillit til.

Póstinn frá skólameistara má lesa í heild sinni hér en hvað varðar ofnæmið þá eru hér nemendur með hnetuofnæmi og alvarlegt sítrus ofnæmi. Hér hefur vel verið auglýst að ekki sé leyft að vera með opnar hnetuumbúðir í kennslustundum né vörur sem innihalda sítrus eða sítrusávexti en það hefur ekki alltaf dugað til. Við biðlum því til ykkar, kæru nemendur, um að taka fullt tillit til þessa og ekki koma með sítrusávexti - appelsínur/mandarínur/sítrónu- eða lime vörur í skólann á þessum síðustu vikum annarinnar.