- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nú er próftímabilinu að ljúka og af því tilefni sendi skólameistari eftirfarandi upplýsingar til nemenda og forráðamanna:
Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn
Þá er próftímabilinu að ljúka. Síðasta prófið er nú í dag, þ.e. síðasta forfallaprófið og þar með er prófatörninni lokið í bili. Á föstudag, 15. desember kl: 09:00, eru einkunnir birtar í INNU. Í framhaldinu fer fram prófsýning, eða frá kl. 11:30 til 13:00. Þar er hægt er að skoða lokanámsmat (annað hvort lokapróf eða lokaverkefni) hjá viðkomandi kennara og rýna til gagns. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófsýningar má sjá hér.
Ég vil minna nemendur á að skila bókum á bókasafnið hið allra fyrsta. Einnig minni ég á greiðsluseðil fyrir skólavist á næstu önn en eindagi á honum er 18. desember.
Brautskráning fer fram miðvikudaginn 20. desember kl. 14:00 við hátíðlega athöfn hér í Hamarssal, en um 50 nemendur útskrifast frá skólanum að þessu sinni.
Ég vona að allt hafi gengið vel í þessari prófatörn og að þið hafið það sem allra best á aðventunni.
Með bestu kveðju,
Erla