Fréttir úr skólastarfi - stuðningur í námi og þjónusta, netöryggi, félagslíf og fjör

Nú er skólastarfið komið á gott skrið og því sendi skólameistari bréf til nemenda og forráðamanna fyrir helgi og minnti á ákveðin atriði:

Ritver  – þar geta nemendur sótt stuðning við heimanám og verkefnavinnu. Ritverið er staðsett í hópvinnuherbergi skólans og er opið alla daga vikunnar nema föstudaga, sjá nánar um opnunartíma á heimasíðu skólans.

Raungreinaver – þar geta nemendur fengið aðstoð með verkefni sín í raungreinum og stærðfræði. Raungreinaverið er opið á þriðjudögum frá kl.15:50 – 16:50

Nemendaþjónustu skólans -  Námsráðgjafar skólans, þær Helga og Sunna, aðstoða nemendur við skipulag á námi og eru til leiðsagnar varðandi öll þau mál sem geta haft áhrif á námsframvindu og líðan nemenda. Rannveig Klara, nemenda- og kennsluráðgjafi sér um að halda utan um greiningar nemenda og sérúrræði í námi. 

Hjúkrunarfræðing í húsi í Koti, á móti stofu H-202 (eðlisfræðistofu).  Andrea, hjúkrunarfræðingur er með viðveru á þriðjudags- og                            fimmtudagsmorgnum og veitir nemendum ráðgjöf er varðar geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagslegum vanda og almennu heilbrigði.

Veikindi nemenda þarf að skrá samdægurs á iNNU - ef nemendur skrá veikindi sjálfir þurfa þeir vottorð (frá lækni eða foreldri) innan þriggja daga til að staðfesta - ef foreldri skráir þarf enga frekari staðfestingu

Netöryggi og mikilvægi þess að vera með örugg lykilorð, sérstaklega í skólatölvum (sjá nánar í tölvupósti).

 

Og svo eru það fréttir úr félagslífinu.....................

Morfís lið skólans keppir í 16 liða úrslitum gegn MK mánudaginn 6. febrúar. Gettu betur komst svo í 8 liða úrslit og þar með alla leið í sjónvarpssal. Fer sú keppni fram föstudaginn 24. febrúar. Áfram Flensborg, alltaf! Svo má segja frá því að undirbúningur fyrir árshátíð skólans er hafinn, einnig góðgerðarviku NFF og margt fleira.

Meira um þetta síðar!

 

Hér má sjá tölvupóst sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum