- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þá er árshátíðarvika nemenda farin af stað og óhætt er að segja að stemningin hafi farið vaxandi með hverjum deginum. Dagskrá vikunnar kemur fram í bréfi skólameistara til nemenda og forráðamanna en vikan nær hápunkti bæði með sýningu leikfélagsins á verkinu Engin venjuleg ávaxtakarfa og á dansleik NFF sem fram fer í Gamla bíói annað kvöld. Skólinn leggur mikla áherslu á fyrirmyndarhegðun á dansleikjum skólans og heilbrigðan lífsstíl. Ölvun ógildir alltaf miðann – allar nánari upplýsingar um reglur á dansleikjum og/eða viðburðum á vegum NFF og skólans má sjá hér. Þá viljum við líka vekja athygli á Fyrirmyndarpotti skólans þar sem allir nemendur eru hvattir til að blása í áfengismæla og taka þátt í happdrætti þar sem veittir eru veglegir vinningar, m.a. frá foreldraráði skólans, nemendafélaginu og skólanum.
Allar nánari upplýsingar um viðburðina má finna á samfélagsmiðlum skólans og NFF en miðasölu á alla helstu viðburðina lýkur á miðnætti í kvöld. Miðar á leiksýninguna eftir árshátíðardag eru seldir á tix.is
Athugið vel að kennsla fellur niður í fyrsta tíma fimmtudaginn 11. apríl.
Þá viljum við einnig vekja athygli á að skráning í sérúrræði fyrir lokapróf fer fram á INNU þessa dagana. Skráningin er undir hnappnum Skrá sérúrræði, neðst á INNU-síðunni og lýkur henni á miðnætti föstudaginn 12. apríl.
Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra fyrr í dag.