- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Framundan er lokaspretturinn í námi, með einhverju fríum inn á milli, sbr. sumardagurinn fyrsti sem er á morgun og 1. maí sem er um miðja næstu viku. Við viljum biðja nemendur um að huga vel að náminu þessar síðustu vikur fram að lokanámsmati. Mæta vel, skila verkefnum og undirbúa lokapróf eins vel og mögulegt er. Um leið minnum við á bæði ritver og stærðfræði- og raungreinaver, sjá opnunartíma á heimasíðu og á skjám á göngum skólans. Síðasti kennsludagur er svo mánudagurinn 6. maí, svokallaður námsversdagur, þar sem nemendur geta leitað til sinna kennara eftir nánari upplýsingum vegna prófa og/eða aðstoðar við lokafrágang verkefna. Þá kemur námsmatsdagur, eða upplestrardagur, þriðjudaginn 7. maí, þar sem nemendur geta nýtt tímann og lært fyrir prófin, en fyrsti eiginlegi prófdagur er miðvikudagurinn 8. maí.
Tvennt sem við viljum vekja athygli á. Í fyrsta lagi þá er dimmisjón þeirra nemenda sem eru að útskrifast í vor í fyrsta tíma föstudaginn 26. apríl og fellur því kennsla niður. Í öðru lagi þá eru hinar ýmsu kannanir í gangi, bæði í INNU og í póstinum ykkar sem við hvetjum ykkur til að svara. Til dæmis er sérstök könnun fyrir nýnema í gangi á INNU, könnun um bókasafnið er fyrir alla nemendur. Líka könnun sem heitir Framhaldsskólapúlsinn og er samanburðarrannsókn gerð í öllum framhaldsskólum á landinu og nánari upplýsingar eiga að vera í pósthólfinu ykkar. Þá hefst kennslumat í næstu viku, þar sem ykkur, kæru nemendur, gefst tækifæri til að meta gæði kennslunnar á önninni. Allt afar mikilvægt fyrir hið góða starf Flensborgarskólans og þegar horft er til skólastarfsins almennt til framtíðar. Endilega takið þátt ef þið mögulega getið.
Gangi ykkur vel í öllu því sem framundan er og gleðilegt sumar!