- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Skólahald heldur áfram og er margt á döfinni á næstu vikum. Verið er að endurvekja Flensborgarhlaupið en það verður hlaupið á morgun. Nýnemaballið fer fram í vikunni og að þessu sinni verður það haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Fjöldi skemmtikrafta kemur fram á ballinu og er gert ráð fyrir góðri mætingu nemenda. Öflug gæsla verður á staðnum, raðagæsla foreldra og við minnum á að ölvun ógildir miðann. Afmæli skólans er síðan framundan og verður haldið upp á það með formlegum hætti fimmtudaginn 29. september, m.a. með því að opna húsið fyrir gestum og gangandi, afmælisköku og fleiru.
Skólameistari sendi út bréf fyrr í dag en það má sjá hér.