Fréttir úr skólastarfinu - formleg lok vorannar 2024, einkunnir og prófsýning og fleira

Kæru nemendur og foreldrar 

Þá er próftímabilinu formlega lokið. Á morgun, miðvikudag, 22. maí kl: 09:00, verða einkunnir birtar í INNU. Sama dag fer prófsýning fram, kl 11:30 – 13:00, sjá nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófsýningar hér. Endilega lítið við og kíkið á prófin ykkar og/eða lokaverkefni hjá kennurum ykkar.

Brautskráning fer fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 25. maí kl. 13:00 og eru útskriftarefni hér með minnt á að koma og skoða námsferlana sína á morgun kl. 13:00. Þá minnum við á æfingu með útskriftarefnum á föstudaginn kl. 17:00 og biðjum útskriftarefni um að koma með húfuna á æfinguna.

Að lokum minnum við á mikilvægi þess að vera með gott áfangaval fyrir næstu önn svo að samfella sé sem best í náminu. Við mætum aftur til leiks miðvikudaginn 21. ágúst, en þá hefst kennsla með formlegum hætti. Dagana á undan verða birtar nýjar stundatöflur og verður það auglýst vel á öllum okkar miðlum. Þá erum við þessa dagana að kynna skólastarfið út á við og það væri gaman ef þið legðuð okkur lið – við getum öll verið stolt af skólanum okkar og allar upplýsingar um námið, bekkjarkerfið á fyrsta ári, áfangana og margt, margt fleira má finna á heimasíðu skólans.

 

Bestu þakkir fyrir samverunni á önninni sem er nú að líða og hafið það sem allra best í sumar!