- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Þá er skólastarfið hafið að nýju en kennsla hófst samkvæmt stundatöflu í morgun. Við vonum svo sannarlega að nemendur komi endurnærðir úr löngu fríi. Það er skemmst frá því að segja að Morfíslið skólans stóð vaktina í páskafríinu og gerði sér lítið fyrir og sigraði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í hörkuspennandi keppni. Komst liðið því beint í úrslitakeppni og er andstæðingurinn ekki af verri endanum, en það er lið Menntaskólans í Reykjavík. Úrslitin fara fram þann 28. apríl í Háskólabíói. Þá keppti Unnur Elín Sigursteinsdóttir fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Unnur Elín þótti standa sig afar vel og var flutningur hennar á laginu House on Fire öruggur. Bestu þakkir Unnur Elín, fyrir flottan söng og áfram Flensborg!
Framundan er lokaspretturinn í námi, með einhverju fríi inn á milli, sbr. sumardagurinn fyrsti sem er strax í næstu viku. Við viljum biðja nemendur um að huga vel að náminu þessar síðustu vikur fram að lokanámsmati. Mæta vel, skila verkefnum og undirbúa lokapróf eins vel og mögulegt er. Um leið minnum við á bæði ritver og stærðfræði- og raungreinaver, sjá opnunartíma á heimasíðu og á skjám á göngum skólans. Síðasti kennsludagur er svo þriðjudaginn 9. maí. Þá kemur námsmatsdagur, eða upplestrardagur, miðvikudaginn 10. maí, þar sem nemendur geta lært fyrir prófin, en fyrsti eiginlegi prófdagur er 11. maí.