Búið er að birta próftöflu fyrir haustönnina. Prófin hefjast mánudaginn 2. desember og standa yfir til 13. desember. Í framhaldi er síðan opnað fyrir einkunnir í INNU og prófsýning haldin en brautskráð verður frá skólanum þriðjudaginn 20. desember kl. 14:00. Val fyrir næstu önn er langt komið en í því samhengi er rétt að minna á námstorgið sem staðsett er fyrir framan skrifstofuna þar sem umsjonarkennarar, náms- og starfsráðgjafar og stjórnendur skólans eru til aðstoðar við valið, ef eitthvað er, sjá nánari upplýsingar í
bréfi sem skólameistari sendi nemendum fyrr í dag.