- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Hún er nokkuð óhefðbundin vikan sem er framundan. Fyrst má nefna svokallaðan námsmatsdag, eða uppsópsdag, sem er á morgun, þriðjudaginn 17. október. Engin kennsla fer fram þennan dag, nemendur geta nýtt tækifærið til að vinna upp það sem út af stendur, klára verkefni vikunnar eða rifja upp fyrir próf. Fimmtudaginn 19. október fer fram svokallaður FG- Flensborgardagur, þar sem skólarnir, bæði nemendur og starfsfólk, keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum (handbolta, fótbolta, kappáti og fleiru). Að þessu sinni tekur Flensborg á móti FG í Íþróttahúsinu við Strandgötu og hefjast leikar kl. 13:30. Ég vil nota tækifærið og hvetja alla nemendur til að mæta og styðja sitt fólk áfram til sigurs– áfram Flensborg!
Á föstudaginn, þann 20. október, kl. 16:00 verður miðannarmat birt í INNU. Miðannarmat er byggt á því námsmati sem nú þegar hefur farið fram (verkefni og próf) og á að vera góð vísbending um stöðu mála í áföngum. Ég hvet ykkur til að skoða það vel og nota það til hvatningar um að ná enn betri árangri í náminu. Fjarvistaryfirlit verður sent út í framhaldinu og ef að leiðrétta þarf óstaðfest veikindi nemenda þá þarf að gera það hið allra fyrsta. Það er gert með því að hafa samband við skrifstofu skólans.
Þá er vetrarfrí skólans framundan, þ.e. dagana 23. - 24. október. Það er von okkar að fríið nýtist öllum vel, ekki síst til að hlaða batteríin og til undirbúnings fyrir lokasprettinn á önninni.