Skyrgerð í þjóðfræði

 


Nú á dögunum voru nemendur að kynna sér hefðir og hvernig þær þróast og breytast, var íslenska skyrið tekið sem dæmi. Skyrgerð hefur þekkst í meira en þúsund ár hér á landi en skyrið sjálft er alltaf að breytast. Nemendur smökkuðu ýmsar gerðir af skyri svo sem hið nýja Púff skyr og hafraskyr yfir í gamaldags sveitaskyr sem er óhrært. Óhætt er að segja að hið gamla sveitaskyr átti ekki upp á pallborðið hjá nemendum, sem þó flestir smökkuðu. Eitt af því sem nemendur veltu fyrir sér var hvenær skyr hættir að vera skyr enda ljóst af þessari smökkun að skyr nútímans er ansi langt frá óhrærðu skyri. Þetta einfalda dæmi sýndi okkur hvernig hlutir geta virst hefðbundnir en eru þó alltaf að breytast.