Góð umgengni nemenda á fyrsta ári – sigurvegarar dagsins eru bekkur 5 og bekkur starfsbrautar

Þá er komið að því að tilnefna sigurvegara umgengniskeppni á 1. ári. Að þessu sinni voru það tveir bekkir sem hljóta verðlaun, bekkur 5 og bekkur starfsbrautar. Í stuttu máli sagt þá var allt einstaklega snyrtilegt í stofu bekkjar 5, vel raðað í hillum og rólegt og notalegt andrúmsloft. Stofa bekkjar starfsbrautar var einnig afar snyrtileg og nemendur tóku skrefið lengra og bjó til hugarkort með helstu áherslum í umgengni og hengdi upp til áminningar fyrir aðra. Eigum við öll að taka þau til fyrirmyndar og ganga vel um?

 

Fulltrúar bekkjanna geta komið á skrifstofu skólameistara mánudaginn 29. nóvember á milli klukkan 10 og 12 til að sækja verðlaunin en þau eru bíómiði fyrir bekkina í Sambíóunum.