- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Nýtt umhverfismerki skólans var kynnt á sal í dag en blásið var til samkeppni um merkið meðal nemenda. 25 nemendur tóku þátt og skiluðu inn um 50 tillögum. Margar þeirra voru afar áhugaverðar og skemmtilegar. Þrjár tillögur þóttu bera af en það var tillaga Söru Jósafatsdóttur sem bar sigur úr býtum. Hennar hugmynd þótti bæði stílhrein, listræn og vel lýsandi fyrir umhverfisstefnu skólans. Í öðru sæti var Sólrún Katla Elíasdóttir en hennar nálgun þótti afar frumleg og um leið listræn. Tillaga hennar tengist flokkun sem er auðvitað mikilvægur hluti af umhverfisstefnu skólans. Helgi Valur Ingólfsson var í þriðja sæti með merki sem vísaði bæði í alla regnbogans liti og umhverfið sem þarf að vernda.
Mikil ánægja er með þetta fyrsta umhverfismerki skólans sem kemur í beinu framhaldi af því að skólinn fær fimmta skrefið í Grænum skrefum fullgilt og flaggar Grænfána í annað sinn. Þess ber að geta að Flensborgarskólinn er meðal fyrstu framhaldsskóla landsins til þess að ljúka fimmta græna skrefinu og fyrsta stofnunin í Hafnarfirði.
Hér má sjá tillögur þeirra sem lentu í 1. - 3. sæti:
1. sæti - Sara Jósafatsdóttir
2. sæti - Sólrún Katla Elíasdóttir
3. sæti - Helgi Valur Ingólfsson