- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Íslenski hópurinn sem var í Rúmeníu í október tók þátt í keppni um líffræðilega fjölbreytni og hamfarahlýnun. Hópurinn fjallaði um mikilvægi grænna þaka og veggja í þéttbýli til að hlúa að líffræðilegri fjölbreytni og draga úr borgaráhrifum hlýnunar. Eins sögðu þau frá ræktun í borgum og sýndu myndir af frægum grænum byggingum í stórborgum heimsins. Íslenski hópurinn skipaður þeim Andra Frey, Ásthildi Emelíu, Elísabetu Önnu, Ísaki Leví, Stellu Hrund og Viktori Leví varð í öðru sæti í keppninni. Til hamingju!