Grímuskylda frá og með morgundeginum

Vegna mikils fjölda smita undanfarna daga hefur tímabundið verið hert á sóttvörnum í framhalds- og háskólum á höfuðborgarsvæðinu. Næstu daga munu bæði nemendur og allt starfsfólk skólans bera grímur í kennslustundum. Skólinn sér um að útvega grímur fyrir þá sem ekki eiga.

Enn og aftur er lögð áhersla á að nemendur virði þau sóttvarnarhólf sem skólinn hefur skipulagt og gangi inn og út úr skólanum samkvæmt tilmælum. Einnig að dvelja ekki á göngum né í öðrum rýmum skólans á milli tíma að óþörfu. Besta leiðin til þess að forðast smit er að sinna vel persónubundnum sóttvörnum, halda fjarðlægðarmörk, þvo sér vel og spritta.

Við ítrekum þau fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda að vera heima ef þið eruð með einhver flensueinkenni. 

 

Bréf sem fór til nemenda í dag

Leiðbeiningar um notkun grímu

Upplýsingaplaggat um grímunotkun