Grímuskylda – próftafla – sérúrræði í prófum

Grímuskylda er aftur orðin að veruleika. Við biðjum alla nemendur um að virða reglur um grímuskyldu og koma með grímu í skólann. Einnig verður hægt að fá grímu við innganga skólans og á skrifstofu en best er ef nemendur nota sína eigin grímu, helst fjölnota. Þannig hugum við best að umhverfi okkar og verndum náttúruna.

Búið er að birta próftöflu annarinnar á heimasíðu skólans. Nemendur geta sótt um sérúrræði í prófunum, s.s. að vera í fámennri stofu, fá aðstoð talgervils eða taka próf í tölvu. Skilyrði þessa eru greiningar sem fyrir liggja hjá nemenda- og kennsluráðgjafa. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Sótt er um í Innu, skrá sérúrræði – neðarlega í hægri valmynd.

Hér má sjá bréf sem fór til allra nemenda skólans og foreldra frá skólameistara.