- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskóla var haldin í Tækniskólanum í gærkvöldi. Keppendur komu frá fjórtán skólum og atriðin voru bæði fjölbreytt og flott. Þau voru það flott að dómnefnd gat ekki valið eingöngu þrjú atriði og því var fjórum keppendum veitt verðlaun.
Guðrún Svava Þórarinsdóttir tók þátt fyrir hönd Flensborgarskólans. Hún stóð sig frábærlega að sögn viðstaddra og hlaut þriðja sætið í keppninni. Guðrún Svava söng lagið ,,Under the sun" sem er erfitt að syngja en hún gerði þetta vel enda hörkusöngkona. Guðrún Svava átti góðan stuðning í salnum en nemendur á starfsbraut Flensborgarskólans mættu á keppnina eftir að hafa borðað saman kvöldmat í tilefni dagsins.