Heimsókn á starfsbraut

Á þriðjudaginn sl. kom Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra í Hafnarfirði, í heimsókn á starfsbrautina til nemenda í áfanganum Umhverfisfræði -  Auðlindir. Hún kynnti þar gott starf Terra í umhverfismálum og sýndi hvernig fyrirtækið starfar. Líf mætti meðal annars með poka af allskyns sorpi og útskýrði hvernig það er flokkað og síðan endurnýtt. Ótrúlega skemmtilegt og fræðandi. Þá lánaði Terra skólanum vandaðar plokkunargræjur og fylgihluti.

Nemendur í áfanganum nýttu miðvikudags kennslustundina í að plokka umhverfi Flensborgar.

Vel gert Flensborgarar!