Heimsókn frá Dominos

Á dögunum kom markaðsstjóri Dominos á Íslandi, Ásmundur Atlason, í heimsókn og ræddi við nemendur í markaðsfræði. Farið var yfir allt á milli himins og jarðar, hver hans bakgrunnur væri í starfið, hvernig hans daglega starf er, yfir í það hverjar áherslur í markaðsstarfi eru og hvert markaðsstarf getur leitt fyrirtæki ef vel er að staðið.
Áhugaverður og hvetjandi fyrirlestur fyrir nemendahópinn sem tók virkan þátt með spurningum og góðu samtali.
 
Þökkum Ásmundi kærlega fyrir komuna og að kynna okkur fyrir starfi markaðsstjórans og áskorunum sem fylgja í síbreytilegu starfsumhverfi.