Heimsókn frá rithöfundi

Kristín Helga Gunnarsdóttir heimsótti nemendur í barnabókmenntum og uppeldisfræði í gær.
Nemendur eru búnir að vera að kynna sér höfundinn og lesa bækur eftir hana síðastliðnar vikur. Kristín Helga fór um víðan völl og ræddi við þau um sögur almennt og heiminn sem við búum í. Hún fór yfir ferlið hvernig bók verður til - frá hugmynd til bókar. Einnig sagði hún sögur af ömmum sínum og öfum og baðstofumenningunni og hvernig bækurnar hennar urðu til.
Það var ekki betur séð en að nemendur kynnu að meta heimsóknina enda Kristín Helga framúrskarandi sögumaður sem segir afar skemmtilega frá.
 
Takk fyrir komuna, Kristín Helga