- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Samfélagslögreglan heimsótti Flensborgarskólann í dag sem hluta af skipulögðum forvörnum meðal framhaldsskólanema. Lögreglumennirnir hafa heimsótt flesta framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu en markmið heimsóknanna er að leita leiða til að efla tengslin við unga fólkið okkar, auka traust á lögreglu og sýnileika þeirra í samfélaginu. Þau gengu um húsið í hádegishléi og spjölluðu við nemendur um daginn og veginn áður en þau héldu erindi fyrir nýnema á sal. Í erindi sínu við nýnema sögðu lögreglumennirnir frá því helsta um starf lögreglumanna, leiðum til að hafa samband og svöruðu að lokum hinum ýmsu spurningum sem nemendur höfðu.
Heimsóknin var afar góð og nemendum fannst áhugavert að hitta lögreglumennina við afslappaðar aðstæður og fá tækifæri til að spyrja.