Heimsókn í Kvennasögusafn Íslands

Nemendur í kvennasöguáfanganum heimsóttu Kvennasögusafn Íslands í gær. Rakel Adolphsdóttir, fagstjóri safnsins, tók á móti hópnum og kynnti safnkostinn en skjöl safnsins verða síðan nýtt af nemendum í lokaritgerð áfangans. Heimsóknin var einkar áhugaverð að sögn nemenda sem létu afar vel af henni.