Heimsókn í tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Stjórnendur litu við í tónlistarskóla Hafnarfjarðar í gær. Tónlistarskólinn er þessa dagana að setja upp tónlistarnám á framhaldsskólastigi og fengu stjórnendur Flensborgarskólans stutta kynningu á þeirri vinnu.  Samstarf skólanna hefur ávallt verið farsælt og frjótt enda voru ýmsar hugmyndir að frekara samstarfi ræddar á fundinum og mun sú hugmyndavinna halda áfram næstu misseri.