Nemendur í stjórnmálafræðiáfanga Flensborgarskólans heimsóttu Alþingi föstudaginn 4. október með kennara sínum Júlíu Björnsdóttur.
Nemendur fengu skemmtilega leiðsögn um Alþingishúsið og ýmsan fróðleik um sögu og störf þingsins frá starfsmanni þingsins.
Í lok ferðar skoðuðu nemendur hljóðverk Ólafar Nordal, Vituð ér enn - eða hvat? og heyrðu ýmist völvuna flytja véfrétt - eða róm lands og þjóðar.
Við þökkum Alþingi kærlega fyrir góðar móttökur.