Heimsókn til Lífeðlisstofnunar HÍ

Nemendur í lífeðlisfræði heimsóttu Lífeðlisstofnun Háskóla Íslands þriðjudaginn 5. nóvember.

Dr. Sveinn Hákon tók á móti hópnum og kynnti starfsemi stofnunarinnar.

Nemendur fengu aðeins að prófa tæki og tól og gerðu skynjunaræfingar og framkölluðu taugaboð með rafstuði.