Hugsum vel um okkur sjálf

Hugsum vel um okkur sjálf. Um leið og við minnum á vetrarfrí skólans á morgun og föstudag (22.-23. okt) þá hvetjum við okkur öll til að huga vel að andlegri heilsu og vellíðan á COVID-tímum. Nýtum þessa frídaga til að slaka á og hlaða batteríin. Í myndbandi vikunnar minnir Freyja íslenskukennari okkur á mikilvægi þess að búa til góðar minningar og að njóta líðandi stundar.

Klárum þetta saman - við erum Flensborg!

Bréf skólameistara sem sent var á alla nemendur og foreldra/forráðamenn fyrr í dag má sjá hér