Í anda Picassos

Áhugi nemenda leyndi sér ekki í myndmenntastofunni á fimmtudaginn. Þar var verið að leggja lokahönd á leirlistaverk en í vetur hafa nemendur kynnst grunnaðferðum í að móta leirinn og lært um eiginleika hans. Auk þess gerðu þeir tilraunir með glerunginn, að blanda glerjungum saman.

Að sögn Sifjar Gunnsteinsdóttur, sem kennir myndmennt, eru andlitin sem þau gerðu hugsuð út frá kúbisma. „Við skoðuðum listamenn frá þessum tíma meðal annars Picasso. Þau byrjuðu á því að teikna andlitið sitt frá tveimur sjónarhornum og notuðu síðan teikningarnar til þess að búa til andlit í anda Picasso.“ 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hæfileikaríkt fólk hér á ferð.