- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Jafnréttisdagur Flensborgar var haldinn í gær, mánudaginn 27. mars. Jafnréttisnefnd nemendafélagsins skipulagði daginn og hélt utan um framkvæmdina í samstarfi við Júlíu Bjarney, kynjafræðikennara.
Antirasistarnir Anna og Johanna héldu erindi á sal í frímínútum og fræddu nemendur um fordóma og rasisma og þá sér í lagi birtingarmyndir í íslensku samfélagi. Grillnefndin sá svo um að grilla pulsur hádeginu og nemendur í kynjafræði sýndu afrakstur vinnu sinnar um jafnrétti í Flensborg, bæði á sal og í stofu sem var opin fyrir gesti og gangandi.
Dagurinn var afar vel heppnaður og skapaði skemmtilega stemningu meðal nemenda.