Gengið hefur verið frá ráðningu Júlíu Jörgensen í starf aðstoðarskólameistara við Flensborgarskólann. Júlía hefur, auk kennsluréttinda, lokið B.A. prófi í stjórnmálafræði, diplómu í menntastjórnun og matsfræðum frá Háskóla Íslands og lýkur M. Ed. gráðu í námsgreininni í febrúar 2023. Júlía hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu, bæði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi og hefur leitt faglegt innra starf á báðum skólastigum. Hefur hún gegnt m.a. stöðu fagstjóra félagsgreina á framhaldsskólastigi, verkefnastjóra Hámarks fyrir afreksnemendur og sem aðstoðarskólameistari skólans síðastliðin tvö ár.
Flensborgarskólinn óskar Júlíu innilega til hamingju með starfið!