Kennsla hefst á morgun, miðvikudaginn 7. apríl

Í ljósi nýrrar reglugerðar um sóttvarnir hefst kennsla aftur á morgun samkvæmt stundatöflu, í staðnámi.

Okkur ber að vera áfram með grímur, hvort sem er í kennslustofum eða á göngum skólans. Mötuneytið verður áfram opið en nú fækkum við aftur sætum því samkvæmt reglugerðinni mega aldrei vera fleiri en 30 í rými. Það er því gott að huga að góðu nesti fyrir skóladaginn og nauðsynlegt að minna enn og aftur á góða umgengni í stofum og á göngum skólans.

Það er stutt eftir af önninni og því mikilvægt að við höldum áfram að fylgja vel öllum reglum um sóttvarnir; bera grímuna allsstaðar í skólahúsnæðinu, þvo hendur vel og spritta. Líka helstu snertifleti í kennslustofum og passa vel upp á tveggja metra regluna.

Próftaflan verður svo birt á INNU á allra næstu dögum en fyrsti prófdagur er fimmtudagurinn 6. maí.

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi nemendum og forráðamönnum þeirra fyrr í dag.