- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Skrifstofa skólans er nú opin á ný eftir sumarleyfi starfsmanna og undirbúningur haustannar í hámarki með töflugerð og tilheyrandi verkefnum. Þessa dagana er verið að meta það hvort óhætt sé að hafa skólahald á öllum skólastigum takmarkalaust og við vonum svo sannarlega að það gangi upp.
Kennarar Flensborgarskólans mæta til starfa þann 16. ágúst til undirbúnings og áætlað er að taka á móti nýnemum hér í húsi á nýnemadegi þann 18. ágúst. Þá gefst nýnemum tækifæri til að hitta umsjónarkennara og bekkjarfélaga og kynna sér félagslíf skólans.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 19. ágúst.