Kennslufrí á föstudegi

Í vikulok, föstudaginn 11. febrúar, verður svokallaður uppsópsdagur. Þann dag verður kennslufrí, þ.e. engin kennsla í húsi en nemendur geta nýtt daginn til að vinna upp þau verkefni sem út af standa vegna óviðráðanlegra forfalla eða undirbúið næstu verkefni, svo ekki sé talað um að hlaða batteríin fyrir næstu vikur.

Kennslufríið er líklega kærkomið fyrir alla og nýtist vonandi vel.

 

Hér má sjá bréf sem skólameistari sendi til nemenda og forráðamanna fyrr í dag.