Klapp á bakið

Það er verulega uppörvandi að fá hvatningarorð í miðju kófi. Við megum til með að deila með ykkur þessum hjartnæmu skilaboðum: 

„Við hjónin viljum koma á framfæri til þín hversu himinsæl við erum með þá þjónustu og utanumhald sem sonur okkar fær hjá Áslaugu og hennar fólki á Starfsbrautinni í Flensborg. Þetta er alveg frábært fólk sem þið hafið þarna.  Vakin og sofin yfir skjólstæðingum sínum og sinna þeim af alúð.“

Þess má geta að skólahald á Starfsbrautinni hefur verið nánast óskert í vetur. 

Annað foreldri, sem vill koma þakklæti sínu á framfæri, segir að þrátt fyrir óvenjulegar og fordæmalausar aðstæður gangi fjarnámið vel og segir lofsvert í þessu ástandi, og ekki sjálfgefið, að hrista fram úr erminni nýjar leiðir til að koma námsefninu á framfæri. Þá kemur einnig fram hversu gott sé að fá upplýsingar reglulega, „það heldur manni við efnið og gerir manni kleift að fylgjast betur með í dagsins önn.“

Takk fyrir hólið - það yljar.