Komdu í Flensborg!

 

Á síðustu vikum hafa 10. bekkingar komið í heimsókn til okkar í Flensborg og fengið kynningu á skólastarfinu og því námi sem hér er boðið upp á. Auk allra grunnskóla í Hafnarfirði komu hingað hópar úr grunnskólum í Garðabæ, Álftanesi og Kópavogi og einstaka nemendur annarsstaðar frá. Allir fengu góða kynningu á námi og félagslífi, fóru í göngutúr um skólann með nemendum og fengu svo skúffuköku og mjólk áður en haldið var í heimaskóla á ný. 

Fyrir þau sem ekki komust í heimsókn en langar að kynnast skólanum þá má benda á að allt kynningarefni um skólann er hér á heimasíðunni. Einnig stendur til boða að fá að koma í heimsókn, þá bæði nemendur og foreldrar, en þá þarf að óska eftir því við nemendaþjónustu skólans í gegnum skrifstofu skólans, skrifstofa@flensborg.is,  en nemendaþjónustan tekur glöð á móti áhugasömum.