- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Ninja Sól Róbertsdóttir fór fyrir hönd Flensborgarskólans á þjóðfund kvenna og kvára vegna Kvennaársins 2025 laugardaginn 1.mars sl. Í ár eru 50 ár liðin frá því að konur gengu frá launuðum sem ólaunuðum störfum sínum til að vekja athygli á stöðu kvenna í samfélaginu, 24. október 1975 og funduðu á Lækjartorgi eins og þekkt er orðið.
Þjóðfundurinn var vel heppnaður og fjölmennur þar sem fram kom fjöldinn allur af hugmyndum frá ungum konum og kvárum um hver séu helstu baráttumálin í jafnréttisbaráttunni að þeirra mati. Takk fyrir þitt framlag, Ninja! Niðurstöðurnar verða kynntar bráðlega. Fylgist með á www.kvennaár.is eða á facebook síðu Kvennaárs