- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í sýningunni ,,Mín framtíð" sem haldin var í Laugardalshöll 16. - 18. mars sl. Að sýningunni komu flestir framhaldsskólar á landinu og kynntu sitt námsframboð fyrir grunnskólanemendum, foreldrum þeirra og öðru áhugasömu skólafólki. Grunnskólanemendur í Hafnarfirði höfðu þegar fengið kynningu á námi við Flensborgarskólann, félagslífinu og skólahúsnæðinu. Allt kynningarefni sem hefur verið notað í skólaheimsóknir hefur verið sett inn á heimasíðu skólans og má skoða það hér.
Skólinn þakkar öllum þeim sem hafa komið að kynningarvinnu, bæði nemendum og starfsfólki, vorið 2023.