- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Grunnskólanemendur lita skólastarfið okkar þessa dagana en skólarnir í Hafnarfirði hafa síðustu daga komið hver af öðrum í kynningu á skólanum. Kynningar eru langt komnar en á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur í Setbergsskóla sem litu við í dag og fengu kynningu á því helsta úr skólastarfinu.
Stjórnendur skólans, auk náms- og starfsráðgjafa, hafa tekið á móti þeim ásamt nemendum Flensborgarskólans sem hafa sagt frá sínu námi og félagslífinu. Þau hafa svo farið með gestina í gönguferð um skólann þar sem fylgst er með lífi á göngunum og auk þess kíkt inn í kennslustundir. Góð stemning hefur einkennt kynningarnar en allar hafa þær endað á spjalli og skúffuköku sem hefur farið einstaklega vel ofan í mannskapinn.
Takk fyrir komuna öll!