- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Sýning leikfélagsins heitir The Wedding Singer og er sýnt hér á sal skólans en frumsýning verksins fór fram á föstudaginn við mikinn fögnuð áhorfenda. Sýningin er sannkallaður leiksigur og þarna stíga framtíðar leikarar, söngvarar og dansarar á svið. Fleiri sýningar eru á dagskrá í vikunni og miðasala fer fram á tix.is, vonandi verða þær vel sóttar.
Í dag fá nemendur sent fjarvistayfirlit og það er því í dag sem best væri að leiðrétta fjarvistir og tilkynna inn vottorð vegna veikinda. Í dag er líka síðasti dagurinn til að skrá sérúrræði í prófum, sjá í INNU. Við minnum á að hægt er að sjá próftöflu á heimasíðu skólans en einnig getur hver og einn nemandi séð sín próf í INNU.
Það styttist í annarlok og því er mikilvægt að nýta næstu vikurnar vel. Það skiptir miklu máli að mæta vel í tíma, vinna vel, skila verkefnum og huga að undirbúningi fyrir lokaverkefni eða lokapróf. Ritver skólans verður opið fram að prófum, eða til 10. maí en síðasti kennsludagur er 11. maí. Lokapróf hefjast svo fimmtudaginn 12. maí og er prófað í íslensku á fyrsta prófdegi.
Í dag fögnum við svo degi umhverfisins. Lýðheilsa er í forgrunni að þessu sinni og verður fagnað með fræðslu og hollustu í löngu frímínútum og í hádegishléi.
Með von um að ykkur gangi vel í náminu og gleðilegt sumar!
Hér má lesa bréf sem skólameistari sendi fyrr í dag til nemenda og forráðamanna.