Miðannarmat, fjarvistayfirlit, Geðlestin og vetrarfrí

Tíminn líður og nú er haustönnin 2022 að verða hálfnuð. Framundan er því miðannarmat en það verður birt í INNU á föstudaginn kl. 16:00. Miðannarmat er byggt á því námsmati sem nú þegar hefur farið fram (verkefni og próf) og á að vera góð vísbending um stöðu mála í öllum áföngum. 

Fjarvistaryfirlit verður síðan sent út í byrjun næstu viku og ef að leiðrétta þarf óstaðfest veikindi nemenda þá þarf það að gerast hið allra fyrsta með því að hafa samband við skrifstofu skólans.

Það er ýmislegt framundan í skólastarfinu. Geðlestin, samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 um mikilvægi geðheilsu, verður hér á ferðinni í október. FG- Flensborgardagurinn, keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum, fer fram í Mýrinni í Garðabæ fimmtudaginn 20. október.

Vetrarfrí er dagana 24. - 25. október.

Í kvöld fer svo fram aðalfundur foreldraráðs kl. 19:30. Fundurinn fer fram í sal skólans en þar fara fram hefðbundin aðalfundarstörf.