- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Það hefur verið mikið um að vera hjá nemendum okkar síðustu daga en í vetrarfríinu kepptu bæði MORFÍs lið og Gettu betur lið skólans í 8-liða úrslitum í sínum keppnum. MORFÍs liðið lagði lið Kvennaskólans á sal Flensborgarskólans á miðvikudagskvöldið og heldur því áfram í undanúrslit keppninnar innan skamms. Gettu betur liðið okkar komst að þessu sinni alla leið í sjónvarpssal en tapaði fyrir liði Fjölbrautaskóla Suðurlands í skemmtilegri keppni. Áróra Eyberg og Unnur Elín Sigursteinsdóttir sáu um skemmtiatriði skólans, Áróra lék á píanó og Unnur Elín söng lagið Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson.
Við þökkum nemendum okkar kærlega fyrir þeirra framlag til skólastarfsins og í keppnunum tveimur. Áfram Flensborg!